Umsagnir um bókina

Að samanteknu er Þrír skilnaðir og jarðarför spennandi smásagnafn og sannarlega góð byrjun á höfundaferli Kristjáns Hrafns Guðmundssonar. Höfundur hefur bersýnilega gott lag á persónusköpun og snýr vel upp á takmarkanir smásagnaformsins með því að tengja sögurnar saman, stundum í smáu en einnig í stóru.

Árni Davíð Magnússon Bókmenntaborgin.is

Sögurnar eru grípandi, persónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli.

Úthlutunarnefnd Nýræktarstyrks Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2019

Kristján Hrafn fjallar á auðlesinn hátt um viðfangsefni sem margir lesendur ættu að kannast við og aðstæður sem maður tengir við en tekst jafnframt að koma að sterkum tilfinningum hjá lesenda.

Sæunn Gísladóttir Lestrarklefinn