Höfundar

Kristján Hrafn Guðmundsson (f. 1979) er alinn upp í Breiðholti og Vesturbænum. Hann hefur fengið nokkuð fjölbreytta sýn á íslenskt samfélag í störfum sínum sem járnabindingamaður, leigubílstjóri, lögreglumaður, grunnskólakennari og í bæði almennum fréttum og menningarumfjöllun á fjölmiðlum.

 Kristján Hrafn er bókmenntafræðingur að mennt en undanfarin ár hefur hann sinnt ritstörfum og þýðingum samhliða kennslu. Árið 2016 gaf bókaútgáfan Benedikt út þýðingu hans á endurminningabók japanska rithöfundarins Harukis Murakamis, Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup, sem varð í 2. -3. sæti Bóksalaverðlaunanna sama ár.

Þrír skilnaðir og jarðarför er fyrsta bók Kristjáns Hrafns.