
Endurskoðandi lendir í sálarangist vegna teikningar dóttur sinnar. Kolla og Nonni eiga vandræðalega kvöldstund í matarboði í Fossvoginum. Nýfráskilin kona er skilin ein eftir á Tenerife af vinkonu sinni. Að ógleymdri hinni 78 ára Guðrúnu og syni hennar sem reynir að viðhalda lífsvilja beggja með spjalli um Hitchcock-myndir, pottaplöntur og Tinder.
Þrír skilnaðir og jarðarför inniheldur sjö tengdar sögur. Handrit bókarinnar var valið úr tugum handrita til að hljóta nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2019.